Okkur finnst kjúklingur mjög góður og eldum við mikið úr kjúkling á mínu heimili. Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Hann er afar auðveldur og klikkar aldrei.
Hráefni:
Blandaðir kjúklingabitar, heill brytjaður kjúklingur eða kjúklingabringur
2 dl tómatsósa
2 dl barbecue sósa
3 tsk karrý
Matreiðslutjómi eða léttmjólk
Raðið kjúklingabitunum í eldfast mót, mér finnst best að nota steikarapottinn minn. Tómatósu, bbq og karrý blandað saman í skál og hellt yfir kjúklinginn. Sett inn í ofn í 30 mín. Á 200 gráður. Takið þá kjúklinginn út og hellið rjómanum eða léttmjólkinni yfir. Setjið aftur inn í ofn í aðrar 30 mín.
Meðlæti soðin grjón og snittubrauð.