Hummus


hummus

Hummus
Mér finnst mjög gott að búa til hummus og eiga í ísskápnum. Grunnurinn í minn hummus eru kjúklingabaunir, hvítlaukur, olía, lime salt og pipar. Síðan raðast kryddin í hann allt eftir því í hvaða skapi ég er í og í hvað á að nota hummusinn. Stundum set ég ferskar kryddjuritr út í og stundum ekki 🙂
Mér finnst best að gera hann svona.

Hráefni:

1 dós kjúklingabaunir, niðursoðnar.
2 hvítlauksrif, nota stundum fleiri ef ég vil hafa hann sterkari.
1-2 msk sítróna/ lime, fer svona eftir því hvað ég á til hverju sinni.
1 tsk paprikukrydd
1 tsk cummin
1 tsk kóríander, nota ferskt ef ég á það til.
2-4 msk olía
Salt og pipar

Það má alveg sleppa cummin og kóríander en mér persónulega finnst það gefa mjög gott bragð. Láta renna vel af kjúklingabaununum.   Mauka þetta saman með töfrasprota, set í krukku og geymi inn í ísskáp 2-4 daga.
Mjög gott að nota ofan á brauð og hrökkbrauð, einnig er gott að nota hummus sem ídýfu með grænmeti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s