Snarl krukkan mín


hentusnakk1

Mér finnst mjög gott að vera með krukku með möndlum og hnetum í eldhúsinu. Ég gríp yfirleitt í þetta seinni partinn eða á kvöldin. Þá fæ ég mér eina lúku og narta í. Að þessu sinni er ég með í krukkunni góðu, möndlur, cashew hnetur, trönuber og kókosflögur.  Þó svo að möndlur séu mjög hollar þá bera að varast að borða of mikið af þeim, því þær innihalda hátt fituhlutfall. Þær innihalda einnig fullt af góðum hlutum s.s. E- vítamín, fólinsýru, magnesíum, kopar, trefjar og mikið af andoxunarefnum. Fitusýrurnar sem eru í hnetum eru „góðar fitisýrur“ og hafa rannsóknir sýnt að þæt geta dregið úr áhættu á t.d. hjartasjúkdómum. Einnig hefur verið sýnt fram á að hæfilegt magn af hnetum daglega geti hjálpað við að draga úr „slæma kólestrólmagni“ líkamans og bætt upp „góða kólestrólið“. Einnig getur hnetuát hjálpað til við útvíkkun æðanna og komið í veg fyrir æðakölkun.
En það er með þetta eins og svo allt annað „allt er gott í hófi“

Ég rakst á þessa fínu töflu um kalóríufjöld inn á heilsubankinn

hnetur-listi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s