Lummur í hollari kantinum


lummur-1

lummur2

Sumir dagar kalla hreinlega á lummubakstur. Að sitja saman til borðs með fjölskyldunni, spjalla um daginn og veginn og hlusta á minnsta fjölskyldumeðliminn segja frá leikskólanum og öllu því nýja sem hann er að upplifa þar, er dýrmæt og góð minning. Mér finnst mjög gaman að dunda mér í eldhúsinu og ekki finnst fjölskyldunni leiðinlegt að fá eitthvað gott úr eldhúsinu.  🙂 Ég prófaði að setja klassíska lummu uppskrift yfir í hollari búning. Mér fannst það koma vel út. Mér finnst mjög gaman að prófa mig áfram með uppskriftir og iðulega breyti ég þeim.

Lummur.

Hráefni

2 dl spelt

1 msk hunang

1 tsk lyftiduft

1/4 teskeið salt

1 dl haframjöl

2 og hálfur dl mjólk, hægt að skipta út fyrir möndlumjólk eða kókosmjólk

2 msk matarolía

1 egg

Hræra öllu vel saman, hægt er að baka lummurnar á venjulegri pönnu eða pönnukökupönnu.

Verði ykkur að góðu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s