Við brunuðum í sveitina um daginn og ákvaðum að gera vel við okkur í mat eftir góða útiveru við að týna bláber í rigningunni. Mæli eindregið með þessari uppskrift. Mér finnst folaldakjöt mjög gott, það verður oft fyrir valinu hjá mér þegar ég vel mér grillkjöt. Mér fannst svo erfitt að gera upp á milli myndanna sem ég tók, því set ég þær allar með 🙂
Kjötið
500 gr. Fille
Olía, salt, pipar, blóðberg og bláber notað í mareneringu.
Snyrtið kjötið ef með þarf
Blandið saman í skál, salti, pipar, laufunum af blóðberginu og stappið bláberunum saman við. Ég hafði einnig greinarnar af blóðberginu með. Setjið ca. 2-3 msk. Af olíu saman við og hyljið kjötið.
Mér finnst best þegar ég marinera kjöt að hafa það að lágmarki í 2-3 tíma á eldhúsborði, oft hef ég það lengur ef tími gefst til. Einnig sný ég kjötinu nokkrum sinnum við er það liggur í mareneringu.
Við grilluðum kjötið, byrjuðum á að loka kjötinu á öllum hliðum. Því næst færðum við það upp á efri grind grillsins og létum það vera þar í ca 10 mín. Við grilluðum kjötið ca medium rare.
Ofnbakað grænmeti
Sveppir, notaði restina sem fór ekki út í sósuna
2-3 gulrætur, skornar langsum
½ brokkolí haus
1 laukur
7 hvítlauksgeirar
4 stilkar sellerý
1 fersk rauðbeða
Olía
Salt og pipar
Skar allt niður og raðaði í eldfast fat, kryddaði og setti smá olíu yfir. Bakist við 150 gr. Í 40 mín.
Sveppa rjómasósa.
Skerið sveppina niður eins og þið kjósið, steikið þá í smjöri salti, mér finnst best að steikja þá vel og ná að dekkja þá þónokkuð, setjið því næst rjómann saman við og látið malla við lágan hita. Passa að láta rjómann ekki sjóða. Mér finnst gott að setja ca ½ grænmetistening út í sósuna og jafnvel 1 pressaðan hvítlauksgeira.
Njótið vel og verði ykkur að góðu.