Mér finnst voðalega gaman og afslappandi að stússast í eldhúsinu hvort sem ég er að baka eða búa til mat. Einnig finnst mér gaman að skoða uppskriftir hvort sem það er í tölvu eða bókum. Ég rakst á þessa uppskrift fyrir mörgun árum og man því miður ekki hvaðan ég fékk uppskriftina.
Þessi er afar einföld og góð. Tilvalið að gera þessa um helgi og hafa í kaffitímanum eða með kvöldkaffinu.
Hráefni:
Botnar.
200 gr. Sykur
140 gr. Marsipan
40 gr. Hveiti
70 gr. Möndlur
3 stk. Eggjahvítur
140 gr. Púðursykur
Rjómakrem
3 dl. Rjómi
1 tsk. Vanilludropar
Krem milli botnanna og til skreytingar ofan á.
¾ dl. Rjómi
150 gr. Rjómasúkkulaði
Fersk jarðaber til skrauts.
Þeytið vel saman sykur, marsa og hveiti. Hakkið möndlurnar í blandara og blandið við með sleif þegar möndlurnar eru vel hakkaðar. Þeytið eggjahvíturnar og blandið púðursykrinum við. Þeytið vel saman uns sykurinn er uppleystur.
Blandið því næst deiginu saman með sleikju. Bakist í hringformum (24-26 cm) eða beint á smjörpappírnum. Bakist við 180 gráður í 15-17 mín.
Rjómakremið, þeytið 3 dl. Af rjóma með vanillu og setjið á milli botnanna, þegar þeir hafa kólnað.
Súkkulaðikremið, hitið ¾ dl. Rjóma að suðu og hellið yfir saxað súkkulaði og bræðið. Kælið aðeins áður en þetta er sett yfir tertuna. Best er að kæla kökuna að minnsta kosti í 2 tíma.
Verði ykkur að góðu.