Humarsúpa „Ala Óðinsvé“


humarsupa-2

humarsupa-1

Þessi humarsúpa er alveg meiriháttar góð. Mér finnst galdurinn að góðu humarsoði liggja í því að steikja skelina vel þegar soðið er búið til. Ég nánast brenni skelina smá. Einnig finnst mér skipta miklu máli að bragðbæta með koníaki eða brandy. En það er auðvitað smekksatriði. Ég set einnig alltaf sveppi út í súpuna og finnst mér best að steikja ferska sveppi í smjöri, salti og einum hvítlauksgeira.

Humarsúpa

Hráefni:

16-20 humarhalar
1 lítil dós tómatpuré
2 tsk. karrí
1 tsk. papriku krydd
rjómi (ca. dl)
1 tsk. aromat
2-3 msk. koniak eða brandy
olía
þeyttur rjómi

Brúnið skelina í olíu í potti, bætið við tómatpurre, karrí og paprikukryddi.  Látið malla í ca. 2 klst. vatnið látið fljóta yfir skelina.
Veiðið froðuna ofanaf öðru hvoru. Sigta þarf súpuna.  Þykkjið súpuna með hveitijafning (vatn og hveiti hrært/hrist saman). Setjið rjómann útí og látið malla (ekki of mikil suða) í mesta lagi í 10 mín.
Pipar og aromati bætt útí, svo sveppir. Koniak næst og humarinn síðast. Ég set humarinn í heita súpuna og tek pottinn strax af hellunni
og hræri í, þá er humarinn mátulegur eftir ca 2-3mín.

Þe. má ekki sjóða eftir að koniakið og humarinn er kominn í súpuna.  Þeyttur rjómi borinn fram með.

Mér finnst alltaf gott að hafa heimatílbúið hvítlauksbrauð með súpunni og að sjálfsögðu koma fleiri brauð tegundir til greina.

Njótið vel og góða helgi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s