Kjúklingur í mildri rjómasósu


larus7

larus6

Uppskrift:
3 kjúklingabringur
1 rauðlaukur
1 rauð paprika
4 hvítlauksrif
3 gulrætur
brokkoli-nokkrar greinar
1/2 sæt kartafla
1 dl mango chutney
2 msk sweet chillisosa
1 grænmetisteningur
0,5 l matreiðslurjómi

krydd
salt
pipar
karrý

Skárum kjúklingabringurnar í bita, krydduðum og steiktum á pönnu.  Tókum síðan af pönnunni og lögðum til hliðar.
Skárum rauðlaukinn, paprikuna, sætukartöfluna, gulræturnar, brokkoli í litla bita.  Fínsöxuðum hvítlaukinn.
Steiktum rauðlaukinn, paprikunar, gulræturnar, brokkoli og hvítlauk á pönnu á meðalhita. Settum síðan mango chutney, chillisósu, sætar kartöflur og kjúlingabitana á pönnuna, hræðum öllum saman, helltum síðan rjómanum út á og settum teninginn út í.  Þetta létum við malla þar til kjúklingurinn og kartöflurnar voru tilbúnar.  Ef þið viljið sterkari sósu, þá setja meira af chilli sósunni út í.

Bárum salat með, frábær matur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s