Hráefni:
600 gr. Hveiti
6 tsk. Lyftiduft
1/2 tsk. Salt
2 msk. Sykur
Rúmlega 1/2 líter mjólk/AB mjólk eða súrmjólk
Þurrefnið er sett í skál og hrært mjög vel saman.
Rúmlega 1/2 l. af mjólk/AB mjólk eða súrmjólk hellt út í skálina og öllu er slegið saman til þess að fá í það loft. Deigið verður þétt og þykkt og hægt er að setja þessa uppskrift í 2 meðalstór álform.
Bakað í meðalstórum formum í 45-60 mínútur á 150 *C.
Brauðið verður léttara í sér ef sett er ab mjólk eða súrmjólk í stað venjulega mjólk en bæði mjög gott.
Ef við viljum smá tilbreytingu er gott að bæta við sólþurrkuðum tómötum og grænum ólívum og setja maldon salt ofan á.
Einnig er hægt að setja trönuber til þess að fá smá sætleika.
Að sjálfsögðu er hægt að skipta hveitinu út fyrir spelt og sykrinum út fyrir hrásykur.
Auðveld og fljótleg uppskrift ásamt ódýru hráefni