Ofnbakaðar kjúklingabringur & grænmeti


kjullabringa1

kjullabringa2

 

Ofnbakaðar kjúklingabringur með ofnbökuðu grænmeti

Kjúklinga æðið heldur áfram hjá mér. Ég er búin að vera einstaklega hrifin af kjúkling í sumar og hef eldað hann á marga vegu. Hérna er ein einföld og mjög góð uppskrift.
Mér finnst mjög gott að skera bringur í tvennt eftir endilangri bringunni, þær verða þynnri fyrir vikið og verður eldamennska á bringunni fljótari hvort sem það á að grilla bringuna eða elda á annan hátt.

Hráefni:
Kjúklingabringur
Olía
Salt og pipar
Parmesan
Sólþurkaðir tómatar
Sæt kartafla
Brokkolí
Gulrætur
Hvítlaukur

Skerið niður það grænmeti sem ykkur langar í setjið olíu, salt, pipar og rósmarín yfir og inn í ofn í ca. 30-40 mín. Hérna notaði ég brokkolí, gulrætur, heila hvítlauksgeira og sæta kratöflu. Mér finnst best að sneiða sætu kartöfluna niður í sem smæsta bita, hún verður fyrr tilbúin. Gott er að hræra a.m.k. 1-2 sinnum í grænmetinu.
Búið tel pestó úr sólþurkuðum tómötum. Setjið tómata í mixer ásamt furuhnetum, olíu, salti, pipar og finnst mér gott að setja smá oregano og basiliku út í. Í sumar hef ég ræktað kryddjurtir í eldhús glugganum hjá mér og finnst mér æðislegt að geta nálgast ferskar jurtir svona mikið.
Setjið olíu á pönnu ásamt ca. 3 msk af tómatmauki blandið saman og setjið bringurnar út á pönnuna. Kryddið með salti og pipar. Steikið bringurnar í ca. 3 mín á hvorri hlið.
Setjið bringurnar í eldfast mót og raspið ferskan parmesan yfir, setjið inn í ofn í ca. 30 mín á 150 gr.

Meðlætið með þessum mat var, góð olífuolía, fetaostur, tómatmaukið og að sjálfsögðu parmesan ostur.

Auðveldur og fljótlegur réttur, verði þér að góðu

 

 

 

kjullabringa4

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s