Hráefni:
1 kg rabarbari
1 kg rauðir tómatar
800 gr sykur
Rabarbarinn er skrældur og skorinn i litla bita. Tómatarnir eru settir í skál og hellt er sjóðandi vatni yfir þá og eru þeir látnir liggja í vatninu í 5 mínútur. Helmingurinn af sykrinum er settur í pott ásamt rabarbaranum og soðið við vægan hita í 30 mínútur. Eftir það er húðin tekin af tómutunum, gott er að gera það á meðan rabarbarinn er að sjóða. Tómatarnir eru síðan skornir í bita og settir út í pottinn ásamt restinni af sykrinum.
Allt saman er látið sjóða við vægan hita í 45 mínútur og verður að muna að hræra oft og vel í. Gott er að stappa tómatana vel þegar þeir hafa soðið í 10 mínútur. Sett í heitar og hreinar krukkur og lokað strax fyrir.
Mjög góð á vöfflur, pönnsur, kex með osti og brauð.