Kjúklingaspjót í austurlenskri marineringu


spjot-4

spjot-1

Kjúklingaspjót fyrir 4
1 bakki kjúklingalundir
3 msk olía
2 stk. hvítlauksrif, pressuð
2 msk engifer, rifið
4 msk tamarin eða sojasósa. Mér finnst Tamarin sósan gefa dýpra og bragðmeira bragð
4 msk hunang
2 msk cummin
2 msk kóríander
3 msk turmerik
3 msk sesamfræ
Salt og pipar
Grillspjót

Setjið allt hráefnið í skál og hrærið. Setjið lundirnar út í og látið marinerast a.m.k. lágmark í 30 mín. Helst lengur. Stundum hef ég látið þetta marinerast upp í allt að 2 klst.
Þræðið kjötið á pinnana, ég þræði yfirleitt tvær lundir á per pinna. Grillið a.m.k. í 5 mín per hlið.

spjot-2

spjot-3

Tillögur að meðlæti

Sæt kartöflufranskar
2 stórar sætar kartöflur.
Flysjið kartöflurnar, skerið í tvennt, því næst skerið í mjóar sneiðar og endið á að skera sneiðarnar í strá.
1 msk olía hellt yfir, smá salt, pipar og rósmarín. Gott er einnig að setja smá hrásykur yfir til að ná smá gljáa á þær.

Gott salat og jafnvel kalda góða sósu með.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s