Súkkulaði kaka með risaeðlum


 

risaedla-2

risaedlu-1

Bökunaræðið á heimilinu heldur áfram. Það er svo gott að borða nýbakaðar kökur, drekka kalda mjólk með og ræða heimsmálin við litla kútinn. Já sérstaklega þegar maður er 2 1/2 árs, þá eru flugvélar, þyrlur og löggubílar aðalumræðuefnið hjá okkur. Ekki skemmir það heldur fyrir að framburðurinn á þessum tryllitækjum er: Fummi = flugvél, siggata = þyrla og loggibíll = löggubíl.

Allavega þá var ákveðið að baka skúffuköku og skreyta hana með Isaedlu (risaeðla) skrauti sem við keyptum sérstaklega í Allt í köku

Hráefni:
2 bollar hveiti
1 1/3 bolli sykur
6 msk kakó
1 tsk natron
1 tsk salt
2 egg
1/2 bolli smjör, bráðið
1 bolli súrmjólk
1 tsk vanilludropar

Aðferð:
Blanda þurrefnum saman svo smjöri, eggjum, súrmjólk og vanilludropum.

Bakist við 180 gr. í 20-25 mín.

Ef uppskrift er tvöfölduð þá eru notaðar 10 msk. af kakói.

Krem:
Smjör og smjörlíki, best að skera það niður í litla bita, flórsykur og kakó.
Ég set alltaf smá af vanillusykri og ca 2 msk. af sterku kaffi ef mig langar í smá mokka bragð.
Allt hrært saman í hrærivél. Ef kremið er of þunnt, setjið þá 1-2 eggjarauður út í. Þær þykkja kremið.
Njótið :-)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s