Ofnbakaðar kjötbollur


hakbollur_3hakkbollur_2 hakkbollur-4 hakkbollur5

 

 

 

Ég hreinlega elska kjötbollur, þær er hægt að matreiða á svo margan hátt. Allt frá því að vera spari yfir í að vera ódýr mánudagsmatur. Meðlætið getur einnig verið svo margbreytilegt.
Hingað til hef ég steikt þær á pönnu eða í potti. Ég rakst á uppskrift á sínum tíma í Fréttablaðinu og þá uppgvötaði ég matarbloggarann snilldarlega á ljufmeti.com

Það sem mér fannst og finnst ennþá í dag svo frábært við þessa uppskrift er að bollurnar eru bakaðar inni í ofni. Þvílík snilld, ekki hafði mér dottið það til hugar áður 
Ég aðlaga og breyti uppskriftinni reglulega allt eftir því hvað ég á til í ísskápnum, hvort þetta eru sparibollur eða hversdags bollur og hvort ég sé í stuði fyrir nýjungar.

Það er hægt að breyta parmesan ostinum út fyrir venjulegann rifinn ost. Brauðmylsnan, ég rista oft 2 brauðsneiðar og hakka þær niður í blandaranum hjá mér,

einnig finnst mér gott að setja smá rasp eða Ritz kex með. Ég bæti stundum  spínat við, furuhnetum eða öðrum hnetum.

Það er um að gera að prófa sig áfram. Það er alltaf gott að hafa grunn. Ég geri þetta yfirleitt þannig að ég prófa að gera upprunalegu uppskriftina fyrst, síðan breyti ég og bæti eftir hvað mér finnst.

Skora á ykkur að prófa þessa uppskrift. Hún hefur allavega verið í uppáhaldi á mínu heimili síðan við elduðum hana fyrst.

 

Ofnbakaðar kjötbollur
Hráefni
•    450 g nautahakk
•    2 egg
•    1/2 bolli mjólk
•    1/2 bolli rifinn parmesanostur
•    1 bolli brauðmylsna
•    1 lítill laukur, hakkaður smátt eða maukaður með töfrasprota
•    2 pressuð hvítlauksrif
•    1/2 tsk oreganó
•    1 tsk salt
•    nýmalaður pipar
•    1/4 bolli hökkuð fersk basilika eða 1/2 msk þurrkuð

 

Aðferð
Hrærið eggjum og mjólk saman og setjið brauðmylsnuna út í. Setjið öll hráefnin saman í skál og bætið eggjablöndunni við. Blandið öllu vel saman með höndunum eða með hnoðaranum á hrærivél. Mótið bollur og raðið á smjörpappírsklædda bökunarplötu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s