Það er eitthvað svo Íslenskt og heimilislegt við heimabakaða skúffuköku með ískaldri mjólk.
Það eru til ansi margar aðferðir og uppskriftir við kökuna góðu. Þessi uppskrift kemur frá mömmu minni og hefur aldrei klikkað. Ég hef reyndar skipt út mjólkinni fyrir súrmjólk, AB mjólk eða heimilis jógúrt. Mér finnst kakan verða mýkri við það.
Hráefni:
2 bollar hveiti
2 bollar sykur
1 tsk salt
2/3 bollar kakó
1 tsk matarsódi
3/4 bollar brætt smjörlíki
3/4 bollar mjólk
1 tsk lyftiduft
Hræra þetta allt vel saman og bæta svo útí
1/2 bolla mjólk
3 egg
pínulítið af vanilludropum
Bakist í 20 mín. við 180 gráður.
2 bollar hveiti
2 bollar sykur
1 tsk salt
2/3 bollar kakó
1 tsk matarsódi
3/4 bollar brætt smjörlíki
3/4 bollar mjólk
1 tsk lyftiduft
Hræra þetta allt vel saman og bæta svo útí
1/2 bolla mjólk
3 egg
pínulítið af vanilludropum
Bakist í 20 mín. við 180 gráður.
Krem:
Smjör og smjörlíki, best að skera það niður í litla bita, flórsykur og kakó.
Ég set alltaf smá af vanillusykri og ca 2 msk. af sterku kaffi ef mig langar í smá mokka bragð.
Allt hrært saman í hrærivél. Ef kremið er of þunnt, setjið þá 1-2 eggjarauður út í. Þær þykkja kremið.
Njótið 🙂