Pasta með tómötum, grænmeti, pestó og parmesan.


pasta
Ennþá heldur parmesan pestó æðið áfram hjá mér. Afar einfaldur, fljótlegur og umfram allt ódýr réttur.  Magnið miðast við matargesti. Hérna var ég aðeins að elda fyrir tvær manneskjur.

Hráefni.
400 gr pasta
1 laukur
2 gulrætur
2-3 hvítlauksgeirar
Tómatar í dós
½ dós Tómat paste
Brauðsneiðar, hvítlaukur og smjör

Aðferð
Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
Skerið laukinn gróflega niður ásamt gulrótum og hvítlauknum. Steikið í potti með olíu, gott að setja smá salt yfir. Mér finnst alltaf gott að steikja á háum hita svona grænmeti og fá smá lit á það áður en ég fer að setja vökva út á grænmetið. Hellið tómötunum út í pottinn ásamt tómat paste. Setjið ca 1 dós af vatni út í, notið tóma dósina undan tómötunum og mælið vatnið út í pottinn. Látið þetta sjóða í ca 30 mín. Setjið þá pastað út í sósuna og blandið öllu saman. Ekki verra að eiga núna parmesan og smá pestó til að setja yfir hvern disk fyrir sig.

Gott er að bræða smá smjör í potti ásamt 1 hvítlauksgeira. Smyrja ofan á brauðsneiðar og hita inni í ofni þangað til brauðið fær á sig gullin lit.

Það má alltaf betrumbæta rétti með hinu og þessu og er þetta einn af þeim réttum sem er hægt að leika sér með fram og til baka.

Verði þér að góðu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s