Bananabrauð


bananabraud

Mér finnst fátt leiðinlegra en að þurfa að henda mat. Þegar banarnir verða brúnir hjá mér og ég hef ekki náð tímanlega að skera þá í bita og frysta þá nota ég þá í bananabrauð.  Öllum á heimilinu til mikillar gleði.
Hérna er miðast við Amerískt bollamál, sem er 1 bolli= 2 ½ dl.

Bananabrauð, hrært deig.
½ bolli olía
1 bolli sykur
2 egg
2-3 stappaðir bananar
2 bollar hveiti
2 tsk matarsódi
½ tsk salt
3 msk mjólk
½ vanilludropar

Þeytið vel saman olíu, sykur og egg. Banarnir stappaðir á disk og settir út í. Þurrefnum blandað saman í skál og sigtuð svo út í. Að lokum er vanilludropum og mjólk blandað saman við. Blandað varlega saman með sleif. Bakist í 30-40 mín. Við 180 gráður.
ATH. Gott er að klæða bökunarform að innan, þá næst kakan/brauðið betur úr forminu og síður hætta á að kakan skemmist.

Njótið vel

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s