Þessa dagana elska ég að búa til pestó úr kryddjurtunum mínum sem ég er að rækta. Einnig er ég með æði fyrir parmesan osti og mér finnst allt hreinlega verða betra ef ég set á það parmesan ost
Ég ákvað að grilla hamborgara um daginn, þar sem ég var aðeins ein í kotinu ásamt minnsta drengnum þá keypti ég tilbúna hamborgara úti í búð. Yfirleitt þegar við grillum hamborgara á þessu heimili þá finnst okkur best að gera þá frá grunni. Til að gera eitthvað nýtt og öðruvísi þá ákvað ég að hafa kalda bernaise sósu, kóríander pestó og að sjálfsögðu parmesan ost með þessari máltíð. Óhh my, þetta var dásamlega gott og verður klárlega matreitt síðar. Með þessu hafði ég franskar, ég átti Bónus franskar í frystinum, þessar í stóru gulupokunum. Ég setti þær í eldfast mót hellt smá olíu yfir ásamt salti, pipar og rósmarín. Eldaði samkvæmt leiðbeiningum. Þegar franskarnar voru komnar á diskinn hjá mér setti á örlítið af balsamic edik ofan á þær ásamt salt. Mér fannst franskarnar fara upp á nýtt level við þetta.