Hráefni:
1/2 bolli smjör
1 bolli sykur
2 egg
1 1/2 bolli hveiti
1 tsk lyftiduft
1/8 tsk salt
2 tsk rifinn sítrónubörkur
1/2 – 3/4 bolli mjólk
1,5 bolli bláber, helst frosin
yfir kökuna:
4 msk sítrónusafi
4 msk sykur
Aðferð:
Smjör og sykur er þeytt vel saman, eggjunum bætt útí einu og einu í einu og þeytt vel á milli. Sítrónubörkur af ca 1/2 sítrónu er rifinn af. Hveiti, lyftidufti, salti og sítrónuberki er blandað saman við ásamt 1/2 bolla af mjólk. Meiri mjólk er bætt í ef deigið er of þurrt.
Bláberjum er hrært samanvið með sleif og deigið er sett í formkökumót og bakað í 50-70 mínútur á 185°C á miðhillu í ofni. Sykurinn og sítrónusafinn er hitað yfir vægum hita þar til sykurinn leysist upp. Þegar kakan kemur úr ofni er prjóni stungið í hana á nokkrum stöðum og safanum hellt yfir kökuna
Uppskrift fengin af ragna.is