Kjúklingur með 40+ hvítlauksgeirum


veisla_3

veisla_2

veisla_5

veisla_9 veisla_1

Steiktur hvítlaukur verður mjúkur og sætur á bragðið við steikingu, þannig að þegar hann er borinn
fram er hann ljúffengur og rjómakenndur og vellur út úr hýðinu.

veisla_4

veisla_7

Hráefni:
2 sellerístilkar með laufum
2 kvistir rósmarín
4 kvistir timjan
4 kvistir ítölsk steinselja
1,6 kjúklingur
40 hvítlauksrif með hýði
2 msk. Olía
1 gulrót grófsöxuð
1 lítill laukur skorinn í fernt
250 ml. Hvítvín
1 snittubrauð skorið í sneiðar

Ég jók töluvert magnið af kryddjurtum og sellerí, einnig skipti ég út hvítvíninu fyrir hvítvínsedik, fæst í öllum helstu matvörubúðum.

Aðferð:
Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið selleríbitana og kvisti af öllum kryddum inn í per fugl ásamt hvítlauksgeirum, lokið lærum saman, annað hvort með snæri eða setjið leggina inn í hvorn annan.
Berið olíu rausnarlega á fuglinn, piprið og saltið vel. Hafið fuglana í eldföstu fati/ steikingarpotti. Dreifið úr hvítklauknum ásamt grænmetinu yfir og undir fuglana. Hellið víninu/edikinu yfir fuglana. Eldið í ofni í 1 klst og 30 mín. Eða þar til fuglinn er fulleldaður.
Færið fuglana varlega yfir á fat, síið soðið yfir í pott. Tínið hvítlauksrifin og grænmetið frá. Fleytið fitunni af soðinu og sjóðið í 2-3 mín. Svo sósan þykkni.
Hellið smávegis af sósunni yfir fuglana. Ristið baquett brauðið og smyrjið hvítlauknum á sneiðarnar.

Ég hafði með þessu sætkartöflumús með hvítlauk, múskati, salt og pipar.

Aðferð: Skrælið 2-3 kartöflur og sjóðið svo. Þegar kartöflurnar eru soðnar, eru þær maukaðar í potti eftir að vatninu hefur hellt af. Setjið út í smjörklípu, 2-3 pressuð hvítlauksrif og kryddið með salti, pipar og rifnu múskati.

Ég var með Djöflatertu í eftirrétt þetta kvöld, þar sem þetta var nú útskriftardagurinn minn 🙂

blom_1

Verði ykkur að góðu og sparið ekki hvítlaukinn í þennan rétt.

Uppskrift fengin úr bókinni Eldað í hægum takti eftir Joanna Glynn. Mjög góð bók, mæli með henni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s