Rakst á þessa hérna fyrir langa löngu á netinu og man því miður ekki af hvaða síðu.
Mjög góð kaka, ekki skemmir það heldur stemninguna að skreyta kökuna og bera hana fram á fallegum diski.
Djöflaterta
Hráefni:
150 gr. sykur
150 gr. púðursykur
125 gr. smjörlíki/smjör við stofuhita
2 egg
260 gr. hveiti
1/2 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
40 gr. kakó
2 dl mjólk
Aðferð:
Þeytið smjör, sykur og púðursykur vel saman, bætið við eggjum einu og einu í einu og þeytið þar til þetta er orðið loftmikið
blandið svo rest saman við. Hrærið varlega saman við.Bakið í miðjum ofni á 180°C í ca 30 mín.Eða þar til kakan er bökuð.
Krem
Hráefni:
500 gr. flórsykur
80 gr. Brætt smjör
60 gr. kakó
1 tsk vanilludropar
1 stk egg
2 msk kaffi
heitt vatn ef það þarf að þynna kremið aðeins.
Aðferð:
Allt sett í skál og þeytt vel saman. Passa þarf að kremið verði ekki of þykkt og sé ekki heldur of þunnt.
Skreytt að ofan með flysjuðu hvítu súkkulaði
ATH. Ef þú átt von á gestum og nærð ekki að baka girnilega góða súkkulaði köku, þá má alltaf kaupa tilbúna út í búð eða bakarí. Skreyta með jarðaberjum og setja á fallegan disk. Það þarf enginn að vita að þetta er úr búðinni 🙂