Súkkulaðikaka, djöflaterta


sukkuladi_2

Rakst á þessa hérna fyrir langa löngu á netinu og man því miður ekki af hvaða síðu.

Mjög góð kaka, ekki skemmir það heldur stemninguna að skreyta kökuna og bera hana fram á fallegum diski.

Djöflaterta

Hráefni:
150 gr. sykur
150 gr. púðursykur
125 gr. smjörlíki/smjör við stofuhita
2 egg
260 gr. hveiti
1/2 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
40 gr. kakó
2 dl mjólk

Aðferð:
Þeytið smjör, sykur og púðursykur vel saman, bætið við eggjum einu og einu í einu og þeytið þar til þetta er orðið loftmikið
blandið svo rest saman við. Hrærið varlega saman við.Bakið í miðjum ofni á 180°C í ca 30 mín.Eða þar til kakan er bökuð.

sukkuladi_1

Krem
Hráefni:
500 gr. flórsykur
80 gr. Brætt smjör
60 gr. kakó
1 tsk vanilludropar
1 stk egg
2 msk kaffi
heitt vatn ef það þarf að þynna kremið aðeins.

Aðferð:
Allt sett í skál og þeytt vel saman. Passa þarf að kremið verði ekki of þykkt og sé ekki heldur of þunnt.

Skreytt að ofan með flysjuðu hvítu súkkulaði

jardaber_2

 

ATH. Ef þú átt von á gestum og nærð ekki að baka girnilega góða súkkulaði köku, þá má alltaf kaupa tilbúna út í búð eða bakarí. Skreyta með jarðaberjum og setja á fallegan disk. Það þarf enginn að vita að þetta er úr búðinni 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s