Mér finnst svo gaman hvað og hvernig hægt er að matreiða sætar kartöflur á svo marga og ólíka vegu.
Hérna stefni ég á að safna saman öllum þeim uppskriftum sem verða á vegi mínum að eldun á sætum kartöflum.
Sæt kartöflufranskar.
Skrælið kartöfluna og skerið í strimla. Setjið ca. 2 msk. Af olíu yfir franskarnar ásamt salti, pipar og rósmarín. Hrærið í þeim. Gott er að stinga hvítlauksgeirum í hýðinu hingað og þangað með á plötuna, bakið í ca. 30 mín, við 180 gr.Gott er að snúa og hræra a.m.k. einu sinni í þeim.
Hvítlauks sætkartöflumús með salti, pipar og múskati.
Aðferð: Skrælið 2-3 kartöflur og sjóðið. Reyndar fer magnið að sjálfsögðu eftir fjölda matargesta.
Þegar kartöflurnar eru soðnar, eru þær maukaðar í potti eftir að vatninu hefur hellt af. Setjið út í smjörklípu, 2-3 pressuð hvítlauksrif og kryddið með salti, pipar og rifnu múskati.