Parísar kökur. Himneskar og mjög auðveldar


desert-pai-10desert-pai-4

desert-pai-2
Þessar eru alveg himneskar. Ég hef lengi verið veik fyrir svona litlum pækökum. Það er hægt að notast við hvað sem er ofan á og sem fyllingu. Dásamlegar að borða og ekki verri fyrir augað að horfa á.

Hráefni:
Deigið, skelin.
200 gr. hveiti
1 egg
1 msk. vatn
100 g. smjör, best að skera það í litla kubba
Örlítið salt.

desert-pai-5      desert-pai-7        desert-pai-1

Fylling:
1 dós rjómaostur,
3-4 msk, eða eftir smekk,
Lemon Curd (fæst í Salt og pipar),
dass flórsykur,
berjablanda og lime til skreytinga.

Aðferð deig:
Setjið hveitið á borðið/ stóra skál,  setjið vatn, egg og salt í miðju hveitsins. Blandið því saman við með fingrunum, setjið smjör kubbana saman við og hnoðið saman. Gott að vera með sköfu við höndina til að skafa af borðinu. Þetta er hnoðað saman í góða kúlu. Kúlinni vafið inn í plast og geymst í ísskáp í að minnsta kosti 30 mín.
Þegar deigið er flatt út finnst mér best að fletja það út á silikon mottu.Þegar búið er að fletja deigið út eru hringir skornir út, hafið hringina stærri en formið sjálft, svo deigið nái almennilega upp á hliðar formsins. Ég klikkaði á þessu, ég þrýsti formunum ofan í deigið, sem gerði það að verkum að við bakstur þá láku hliðar pæsins niður í botninn á forminu. Það væri flottara að hafa brúnir deigsins þykkar.  Ég gata alltaf með gaffli botninn áður en ég set hann inn í ofninn og fyrir bakstur. Bakað ca. 15-20 mín.

Aðferð fylling
Hrærið saman rjómaosti, lemon Curd og dassi af flórsykri. Bætið Lemon út í eftir hentugleika. Smurt ofan á hverja köku fyrir sig. Skreytt með berjum og að lokum raspaði ég lime yfir og sáldraði smá flórsykri yfir kökudskinn og ofan á allar kökurnar.

desert-pai-8

ATH.
Það má einnig baka eina stóra bökuskel og nota fyllinguna í hana þannig. Þá mundi ég reyndar tvöfalda fyllinguna. Þar sem ég er svo hrifin af þessum litu bökum og smákökum þá gerði ég eftirréttinn að þessu sinni svona.

Verði ykkur að glimrandi góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s