Fersk spaghetti með kjúkling og sítrónu steinselju. Ég notaði einnig ferskt heimagert pestó með réttinum. Notaði það ofan a brauðið og setti smá yfir réttinn hjá mér
Fljótlegur og auðveldur réttur, en samt svo vandaður og fullkominn.
Hráefni:
500 gr. Ferskt spaghetti, fæst í Bónus.
600 g úrbeinað kjúklingakjöt, lundir, læri eða bringur
safi úr einni sítrónu
1 væn lúka af fínt saxaðri steinselju
75 g rifinn parmesanostur
Olía
sjávarsalt og nýmulinn pipar
Aðferð:
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum.
Skerið kjúklinginn í hæfilega litla bita. Hitið olíu á pönnu og brúnið bitana í 10 mín. eða þar til að þeir eru eldaðir í gegn. Geymið og haldið heitum.
Pískið saman um 2 -3 msk af olíu og sítrónusafanum. Bætið rifnum parmesan, saxaðri steinselju, salti og pipar saman við. Pískið vel saman.
Blandið pasta, sósunni og kjúklingnum saman í skál.
Berið fram með ferskum parmesan, baquette og nýju fersku heimagerðu pestói.
Uppskrift fengin af vinotek.is
Pestó.
Ferskt basil, ég týni blöðin af stilknum
1-2 hvítlauksgeirar
100 gr furuhnetur
150 gr Parmesan
Ágætt dass af olíu
salt og pipar
Þegar ég bý til pestó, þá leik ég mér með uppskriftirnar. Með þessum rétti notaði ég bæði basiliku og klettasalt úr minni ræktun. Sjá undir Pestó, fleiri uppskriftir