Roastbeef með Bearnaise sósu, sætum kartöflufrönskum og bökuðum hvítlauk


roastbeef_4

sætar_kart_2

Þennan rétt hafði ég 17. júní í kvöldmat hjá okkur. Auðveldur, þægilegur og mjög góður. Oft er svo gott að hafa auðvelda og fljótlega rétti í matinn, sérstaklega á svona degi þegar allir eru búnir að vera að narta allan daginn. Ekki verra heldur þegar allir eru þreyttir og kaldir eftir íslenska veðráttu á sjálfan stórdag Íslendinga.

Hérna miðast kjötmagnið við fjölda matargesta að sjálfsögðu. En þar sem við vorum bara tvö með minnsta drenginn okkar í mat um kvöldið. Þá keypti ég 700 gr. Einnig finnst mér gott að kaupa ríflega, því það er alltaf hægt að borða þetta daginn eftir.

Það er alltaf gott að venja sig á að láta kjöt ná stofuhita fyrir eldun, best er að hafa kjötið úti á eldhúsbekk í að minnsta kosti 2-3 tíma fyrir eldun.

Hráefni:
Innanlærisvöðvi – roastbeef
Salt og nýmulinn pipar
800 gr. smjör
Olía til steikingar
Sætar kartöflur
Hvítlaukur
Þurrkað rosemarin
Eggjarauður
8 eggjarauður
2 msk bernaiseedik
2 msk estragon
roastbeef_2

Roastbeef aðferð:
Brúnið kjötið á pönnu upp úr smjöri og olíu. Látið brúnast mjög vel á öllum hliðum, færið til hliðar á disk og kryddið vel með salti og pipar.
Brúnið kjötið á pönnu upp úr smjöri og olíu. Látið brúnast mjög vel á öllum hliðum, færið upp á grind og kryddið vel með salti og pipar.
Setjið kjötið í 120 °C heitan ofn og eldið þangað til það nær 59 °C í kjarna, best er að mæla kjötið þar sem það er þykkast.  Takið kjötið út og látið standa í 10-15 mín. áður en það er skorið. Best er að hylja kjötið undir viskustykki eða álpappír,seinni aðferðina notast ég við.

Bearnaise sósan aðferð:
Bræðið smjörið við vægan hita. Hærið eggjarauðurnar saman yfir vatnsbaði þar til þær eru orðnar loftmiklar og ljósar á litinn. Hrærið smjörinu varlega útí í mjórri bunu. Bætið við estragon og essens út í  og smakkið til. Passaið að hita sósuna ekki of mikið. Gaman er að breyta og setja rauðvín og lauk út í sósnuna einnig finnst mér gott að nota rauðvínsbalsamik edik út í sósuna.

Þegar ég er ekstra löt og langar í góða bearnaise sósu, þó nota ég pakkasósu í grunnin sem ég bæti essens og estragon útí, sósan fer upp á nýtt level við það. Ég skora á þig að prófa það 🙂

Sæt kartöflufranskar aðferð:
Skrælið kartöfluna og skerið í strimla. Setjið ca. 2 msk. Af olíu yfir franskarnar ásamt salti, pipar og rósmarín. Hrærið í þeim. Gott er að stinga hvítlauksgeirum í hýðinu hingað og þangað með á plötuna, bakið í ca. 30 mín, við 180 gr. Gott er að snúa og hræra a.m.k. einu sinni í þeim.

Verði ykkur að góðu.
Fljótlegt – einfalt og mjög gott

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s