Skinkuhorn


skinka_4

 

Skinkuhorn

Hráefni:

6 dl. hveiti

50 gr. smjörlíki

1 tsk. salt

1 tsk. sykur

3 1/2 tsk. þurrger (eða 1 pakki)

skinka_1

Fylling:

150 gr. skinka

100 gr. beikonostur

2 msk. graslaukur / blaðlaukur ( má sleppa, ég geri það alltaf)

Pennslun:

1 egg

Sesamfræ

Aðferð:

Byrjað er á því að setja volgt vatn, sykur og ger saman í ílát og látið gerjast. Þurrefnum blandað saman í skál og vökvanum hellt saman við. Öllu blandað saman,  deigið látið hefa sig í 30-40 mín.

Meðan deigið hefast er gott að gera fyllinguna.

Skinka og ostur hakkað saman í matvinnsluvél.

Eftir hefun er deiginu blandað saman í höndum, mér finnst best að rúlla saman í rúllu og skipta deiginu í nokkra parta til að vinna með. Partarnir hnoðaðir saman í kúlu og flattir út, svipað og með pizzadeig.

Sker síðan deigið eins og pizzu í 8 sneiðar, mér finnst gott að snyrta deigið í almennilegan hringlótan hring, sjá mynd áður en ég sker í sneiðarnar. Fylling sett í miðju sneiðarinnar. Rúllað er frá breiðari endanum og niður.

Penslað að lokum yfir með eggi og sesamfræjum stráð yfir.

Bakist við 225 gráður, eða þangað til hornin verða gyllt.

Verði ykkur að góðu

skinka-3

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s