Beikonvafðir & úrbeinaðir kjúklingaleggir


kjulli_5

kjulli_2

Beikonvafðir kjúklingaleggir

Hráefni:

Bakki kjúklingaleggir

Beikonbréf

Smá olía og pipar

Meðlæti:

Salat

Sætir kartöflubátar

Köld sósa

Aðferð:

Leggirnir úrbeinaðir, kjötinu rúllað upp, 2-3 beikonsneiðar settir á bretti og rúllað utan um kjúklinginn, fest með 2-3 tannstönglum.

Leggirnir steiktir á pönnu þangað til beikonið brúnast vel, því næst settir í eldfast mót inn í ofn í ca. 30-40 mín.

Salat:

Hér er um að gera að láta ímyndunaraflið njóta sín. Notið það sem ykkur finnst gott.

Sætar kartöflur:

Afhýddar, skornar í lengjur, sett á klædda bökunarplötu, smá olíu stráð yfir, grófu salti, pipar og rósmarín, bakað inni í ofni í 30 mín. Gott að snúa kartöflunum við ca. einu sinnu.

Köld sósa:

Hérna notast ég við það sem ég á oft í ísskápnum hverju sinni.

Grísk jógúrt

Sítrónu pipar

Mynta og steinselja úr glugganum hjá mér, saxað smátt niður

smá hunang og 1 kraminn hvítlauksgeiri

Verði ykkur að góðu

kjulli_3

kjulli_6

2 thoughts on “Beikonvafðir & úrbeinaðir kjúklingaleggir

  1. Bakvísun: Kjúklingasúpa með sætum kartöflum og karrý | Heimilismatur

  2. Bakvísun: Kókos, kóríander kjúklingur | Heimilismatur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s