Pasta Carbonara


pasta_carbonara

Ég fæ stundum löngun í pasta og þá er þetta í uppáhaldi á mínu heimili. Mjög fljótlegt og gott.

Hráefni:
120 grömm beikon
1 matskeiðar ólífuolía
400 grömm spaghetti
Salt
4 eggjarauður
2 matskeiðar léttrjómi
1/4 glas af parmesan
Pipar

Aðferð:
Skerið/klippið beikonið i ræmur. Steikið þangað til fitan bráðnar í ólífuolíunni, mér finnst best að ná því stökku. Takið af pönnu og setjið til hliðar.
Sjóða spaghettíið í léttsöltu vatni.

Hrærið eggjarauðurnar saman í skál, og blanda rjómanum saman við, ásamt helmingnum af parmesanostinum og piparnum.
Kveikið á pönnunni setjið beikonið og eggjablönduna út á, ásamt beikoninu. Hrærið vel í þar til eggjablandað nær smá þykkt.

Algjört möst að taka ca. 1/2-1 bolla af spagetti vatninu frá og setja með í eggjablönduna. Ef þú átt ekki rjóma, þá er einnig hægt að nota mjólk og setja spaghetti vatnið saman við.

Setja hráefnið saman í stóra skál. Borið fram með ferskum pharmesan osti, pipar og smá hvítlauksolíu.

Gott að hafa hvítlauksbrauð með.

Njótið vel

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s