Kókos, kóríander kjúklingur


 

kjulli_koriander_1 kjulli_koriander_2

 

kjulli_koriander_3 kjulli_koriander_4

 

Einstaklega bragðgóður réttur ef þér líkar við kóríander

Hráefni:

1 stk. heill kjúklingur

20 gr. kókosmjöl

1/2 tsk. Turmeric

3 msk. ólífuolía

30 gr. ferkst saxað kóríander

2 stk. lime, safinn og rifinn börkur

1/2 tsk. karrí

1 msk. hunang

1/2 msk. fiskisósa (fisk sauce)

1 stk. hvítlauksrif, pressað

salt og nýmalaður pipar

Meðlæti:

Köld sósa

Sætir kartölfubitar

Sumarsalat

Aðferð:

Hægt er að klippa kjúklinginn í sundur og leggja hvorn helming niður á plötu og elda hann þannig.

Kryddið kjúklinginn vel með salti og pipar. Blandið hráefnunum saman í skál, berið utan sem innan á kjúklinginn. Látið marinerast a.m.k. í 30 mín. má vera lengur.

Hitið ofninn í 150 gráður og eldið í 1 klst.

Hægt er að elda kjúklinginn í potti eða í eldföstu fati.

Köld sósa:

Hægt er að nota grísku sósuna mína, sem var með beikon kjúllanum

eða nota Kókossósuna sem mælt er með

30 gr. kókosþykkni ( coconut cream)

150 gr. grísk jógúrt

2 msk. söxuð ferks mynta

2 msk. saxað ferskt kóríander

2 msk. kókosmjöl

salt og pipar

Sætar kartöflur:

1-2 kartöflur, eftir því hvað margjr eru í mat.

Kartöflur flysjaðar, steiktar í potti með olíu við mjög háan hita, salt, pipar og rósmarín. Steiir kartöflurnar vel og brenni þær aðeins. Blanda síðan ca. 1/2 glasi af vatni út í pottinn, lækka hitann, set lokið á og sýð í ca. 20 mín. Að lokum er lokið tekið af og vatnið soðið niður.

Gott að setja út í lokinn fræ, t.d. graskers, sólblóma og furuhnetur ú tí pottinn.

Sumarsalat:

Klettasalat, spínat, melónur, mangó, bláber, rauðlaukur, tómatar og fetaostur.

Tilvalið að kaupa frostin bláber í pokum og taka síðan úr frysti fyrir hverja notkun. Mun ódýrara heldur en að kaupa öskju sem skemmtist síðan.

Því miður gleymdist að taka myndir af kjúklingnum þegar eldun var búin. Ákafinn að byrja að borða var það mikill.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s