Kjúklingasúpa með sætum kartöflum og karrý


k_supa_2

k_supa_3

k_supa_4

 

Kjúklingasúpa frá grunni.

Mig hefur alltaf langað til að gera kjúklingasúpu frá grunni og notast við beinin og kjötið til að fá kraftinn og grunninn. Ég ákvað því að geyma beininn og afskurð eftir að hafa úrbeinað fyrir beikonvafða kjúklingaréttinn.

Hráefni:

Afskurður og kjúklingabein

Hvítlaukur

Laukur

Sæt kartafla

Engifer

Lime

Pipar

Karrý

Grísk jógúrt

steinselja

snittubrauð

Aðferð:

Bein steikt í smjöri við háan hita, hvítlaukur, engifer og karrý bætt út í og steikt áfram. Laukur settur út í mýktur, því næst 1 l. af vatni og ca. 1/2 – 3/4 af sætri kartöflu bætt út í, safi úr 1/2 lime kreistur út í og soðið í ca. 1 klst. það má alveg sjóða lengur.

Gott að fleyta fitunni af annað slagið. Að lokum er súpan sigtuð, bein og kjöt tekið frá og hreinsað almennilega, kartöflur og laukur maukað í matvinnsluvél, allt sett saman á ný í hreinan pott, bragðbætt ef þurfa þykir. Ég setti 1 kjúklinga tening út í.

Sett í skál með 1 tsk. af grískri jógúrt og smá steinselju úr glugganum, ekki nauðsynlegt, en gaf mjög gott bragð.

Saðsöm og góð súpa, þessi uppskrift dugði fyrir 2.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s