Afmæliskaka.
Innihald:
4 svamp tertubotnar.
Jarðaberja fromans (tilbúin í pakka, fæst t.d. í Fjarðarkaup)
Jarðaber í dós
Rjómi
Svissneskar marengskökur og sykurmassa blóm sem skraut.
Svampbotnar.
Hráefni:
3 egg
¾ volgt vatn
150 gr. Hveiti
1 ½ tsk lyftiduft
Aðferð: Egg og sykur stífþeytt saman. Þurrefni sigtuð út í og blandað varlega með sleif, vatn sett síðast út í.
Bakað við 180 í 40 mín.
Sett í 2 grunn eða 1 sórt hringform.
Svissneskar marengskökur
3 eggjahvítur
150 gr. Sykur
Aðferð: Stífþeytið hvíturnar og bætið sykrinum smátt og smátt við, matarlitur settur út í, í lokin. Sett í sprautupoka og sprautan á pappírsklædda plötu.
Bakað við 125 í 1 klst.
Fromans og jarðaber sett á botnanna. Þeyttur rjómi settur að lokum á kökuna. Marengstoppar og fiðrildi notuð til skrauts.
Njótið vel