Pasta, spínat, rikotta og furuhnetu ravioli með salvíusmjöri


pasta_1

Ég fékk mikla pasta löngun í gærdag og ákvað því að vera með heimagert fyllt pasta í matinn. Ég skoðaði uppskriftir og komst loks að niðurstöðu. Ég studdist við grunninn frá Gordon Ramsey úr bókinni Eldað um veröld víða. Mjög skemmtileg bók. Ég breytti uppskriftinni og gerði hana að minni, eftir því hvaða hráefni var til heima hjá mér.

Læt upprunalegu fylgja með og mína útgáfu fyrir neðan myndirnar. Þetta var yndislega gott og fyllingin er eitthvað sem ég á eftir að gera mun meira af og nota þá með kjöti og kjúkling.

Pasta, spínat, rikotta og furuhnetu ravioli með salvíusmjöri (Gordon Ramsey)

 Hráefni

Pastadeig:
Smáklípa af saffranþráðum
1 msk. Sjóðandi vatn
550 gr. Hveiti
¼ tsk. Maldonsalt
4 egg og 6 eggjarauður
2 msk ólívuolía

Fylling:
2 msk. Ólífuolía
2 hvítlauksgeirar, afhýddir og fínsaxaðir
500 gr. Spínat
15 gr. Smjör
¼ rifið múskat
Maldonsalt og svartur pipar
150 gr. Rikottasotur (eða annar mjúkur ferkostur)
75 gr. Nýrifinn parmesanostur
75 gr. Ristaðar fururhnetur
Skvetta af sítrónusafa, eða eftir smekk + hrært egg

Salvíusmjör:
75 gr. Smjör
2 msk. Rjómi
6 salvíugreinar, laufin tætt

Aðferð

Pastadeig: Merjið saffranþræðina í lítilli skál, hellið sjóðandi vatni yfir og geymið. Hellið hinu pastadeigshráefninu í matvinnsluvél, bætið saffranvatninu við og hrærið þar til deigið hnoðast saman. Bætið smá vatni við ef deigið er of þétt. Hnoðið saman og mótið í kúlu. Deigið ætti að vera mjúkt en ekki blautt. Ef það er of blautt, bætið þá hveiti við. Pakkið í plast og geymið í kæli í 30 mín.

Fylling: Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn þar til hann tekur lit. Bætið spínatinu út í og steikið í 2-3 mín. Þar til vökvinn er uppgufaður. Hækkið hitann og hrærið smjöri, múskati og kryddi saman við. Sigtið vökvann frá og sakið gróflega. Hrærið saman rikotta, parmesan og furuhnetum í skál. Blandið spínati og sítrónusafa saman við. Smakkið og kryddið með salti og pipar ef þarf. Setjið í skál og kælið.

Skerið pastadeigið í 8 parta, mótið það í kúlur og geymið í plasti þar til á að nota þær. Fletjið hverja kúlu út í renning með pastavél eða þungu kökukefli. Hver renningur ætti að vera u.þ.b. 80 cm. Langur og 13 cm. Breiður. Best er að hafa pastalengjuna heila og setja fyllingu á. Hafið ca 2cm. Milli skammtanna og setjið þá ca. 3 cm. Frá brún. Penslið umhverfis fyllingarbitana með blöndu ef eggi og vatni. Brjótið renninginn yfir fyllinguna og þrýstið pastanu saman til að loka. Skiptið deiginu í bita með kleinujárni eða beittum hníf. Geymið bitana undir viskustykki þangað til þeir eru eldaðir.

Salvíusmjör: Bræðið smjörið í potti og hitið þar til það byrjar að brúnast. Takið af hitanum og kælið. Hellið smjörinu í gegnum sigti á aðra pönnu. Hitið það rólega og hrærið rjóma og salvíu við.

Eldun: Hitið vatn að suðu í stórum potti, saltið það og sjóðið bögglana í 2-3 mín. Síið vatnið frá og veltið böglunum uppúr smjörinu. Rífið parmesan ost yfir og berið strax fram.

pasta_4

pasta_2

pasta_3

Mín útgáfa.

Hráefni

Pastadeig:
200 gr. Hveiti
2 egg
Salt og smá vatn.

Fylling:
Frosnir spínatkögglar ca. 2 góðar lúkur.
Pecanhnetur ca 2 lúkur
hvítlauksgeirar
Smá af steinselju og klettasalati (tók klípu af því sem ég er að rækta)
Salt og pipar, raspaði smá múskat yfir og dass af sírónusafa

Salvíusmjör:
Klípa af smjöri, smá rjómi og þurrkuð salvía.

Aðferð

Pastadeig: Hrærði saman í skál með höndunum hráefnini, mótaði kúlu, pakkaði inn í plast og geymdi í ísskáp í 30 mín.

Fylling: Frosnir spínatkögglar, settir í pott með smjöklípu þegar spínatið var þiðið kreisti ég 2 hvítlauksgeira út í, salt og pipar. Maukaði í kvörn 2 lúkur af pecanhnetum, smá klípu af steinselju og klettasalati bara smá til að fá bragð, enda er uppskeran ekki orðin það stór, raspaði múskati og skvetta af sítrónusafa. Setti þetta síðan út í pottinn ásamt ca. 3 msk af hreinum rjómaosti og raspaði bita af fersku parmesanosti út í. Hrærði vel meðan þetta þykknaði. Lyktin var dásamleg. Setti í skál og kældi.

Pastadeig: Flatti deigið út á borðinu með kökukeflinu mínu, reyndar er mitt létt, það voru nú smá átök að ná þessu þunnu, en það tókst. Skar deigið í lengjur og síðan í bita áður en fyllingin fór á, held ég prófi næst að gera eins og Ramsey segir.

Salvíusmjör: Smjör klípa, þurrkuð salvía og smá rjómi. Sauð þetta vel saman. Sauð þetta svo og setti salvíusmjörið yfir. Raspaði smá pharmesa og setti smá klettasalat yfir.

Ljómandi gott, kom skemmtilega á óvart hvað þetta er auðvelt. Mun elda þetta aftur við tækifæri.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s