Klassískar pönnukökur
Hráefni:
200 gr. hveiti
2 msk sykur
1/2 tsk salt
1/2 tsk matarsódi
2 egg
1 tsk vanilludropar
ca. 1/2 líter mjólk
50 gr smjör
Aðferð:
Þurrefnum blandað saman í skál, hrært aðeins saman með gaffli,
mjólk sett út í og þeytt saman þar til deigið verður kekklaust. Þá er eggjum, vanilludropum og rest af mjólk bætt út og þeytt saman. Bráðið smjörið fer síðast út í.
Ef deigið er of þykkt þá er mjólk bætt útí. Þunnt lag af deigi sett á heita pönnukökupönnuna. Dásamlegt að strá sykri yfir þær heitar og rúlla upp. Alveg eins og hjá ömmu. Annars er klassískt að fá sér pönnsur með sultu og rjóma.
Verði ykkur að góðu.