Muffins með rjómaosta smjörkremi og sykurmassa skrauti
Hráefni:
2 egg
2 desilítrar sykur
1 desilítri mjólk
100 grömm brætt smjörlíki
3 desilítrar hveiti
2 teskeiðar lyftiduft
1 teskeið vanilludropar
1 matskeið kakó (má sleppa og setja súkkulaðibita í staðinn)
Aðferð:
Hrærið saman sykur, egg, smjör og mjólk.
Bætið hveiti, kakói, vanilludropum og lyftidufti í.
Hrærið allt saman og setjið degið í muffinsform. Bakið í ca 10 mín. við 180 gráður.
Krem:
Rjómaostur, hreinn
Flórsykur
Smjörlíki og Smjör
Eggjarauða til að stífa kremið
Þar sem ég þurfti ekki heila uppskrift af kreminu þá bara slumpa ég og smakka áfram, rjómaosturinn er ekki nauðsynlegur, en hann gefur mjög gott bragð, hægt að nota hann eða vanillusykur.
Smá grænnmatarlitur í lokin