Mjög góður og einfaldur eftiréttur
Hráefni
Epli.
Bökudeig, keypti tilbúið croissant deig í Bónus (frystivara)
Egg
Marsipan
Kanilsykur
Aðferð
Takið heil epli, skerið miðjuna úr, hægt að gera með viðeigandi kjarnhreinsigræju eða með hníf.
Skreið botninn á eplinu, svo eplið eigi auðveldara með að standa.
Blandið kanilsykri við marsípaninn og setjið inn í eplið sem fyllingu, setjið eins mikið og eplið getur tekið við. Setjið deigið utan um eplið, þekið eplið.
Penslið eplið að utan með pískuðu egginu. Bakið í ca 30 mín á 150 g eða þar til deigið hefur náð fallegum lit. Gott að borða með ís og eða rjóma.