Smurbrauð


smurt_braud_2

smurt_braud

 

 

Smurbrauð.

Mér finnst mjög gaman að smyrja góðar brauðsneiðar og skreyta. Ekki skemmir fyrir hvað fjölskyldumeðlimum finnst gaman að borða fallega skreytt brauðið.

Stundum nota ég þetta sem léttan kvöldverð með góðu sallati eða þá sem hádegismat um helgar.

Maltbrauð, eða annað gróft.

Smá smjörklípa

Álegg, reyktur lax, síld, silungur, grafinn lax, spægipylsa eða hvaðeina

Grænmeti og ávextir notaðir með sem bragðefni og til skrauts.

Hjá mér er eftirfandi í uppáhaldi.

Gróft brauð, spægipylsa, helst bragðsterk, sterkur gráðostur, rauð paprika og smá rauðlaukur, sulta og grænmeti til skrauts.

Annars er um að gera að láta ímyndunaraflið njóta sín.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s