Quiche baka


baka1
Mér finnst frábært að nota afganga í bökurnar, sérstaklega er gott að nota restina af kjúkling. Einnig er hægt að gera bökuna frá grunni og er hægt að nota hvað sem er í hana. Hérna koma tvær tillögur. Þegar ég elda þennan rétt þá geri ég hann ríflegan til að ná í 2 bökur, sker bökunar í sneiðar og frysti svo. Mér finnst frábært að geta gripið sneið og sneið úr frystinum.

Deigið, skelin.
200 gr. hveiti
1 egg
1 msk. vatn
100 g. smjör, best að skera það í litla kubba
Örlítið salt.

Aðferð
Setjið hveitið á borðið/ stóra skál,  setjið vatn, egg og salt í miðju hveitsins. Blandið því saman við með fingrunum, setjið smjör kubbana saman við og hnoðið saman. Gott að vera með sköfu við höndina til að skafa af borðinu. Þetta er hnoðað saman í góða kúlu. Kúlinni vafið inn í plast og geymst í ísskáp í að minnsta kosti 30 mín.
Þegar deigið er flatt út finnst mér best að nota smjör pappír undir og yfir kúluna, fletja hana út inn í pappírnum. Þegar þið hafið náð tökum á að vinna með deigið, er hægt að fara að fletja það beint á borð. Þegar búið er að fletja deigið út er það sett í pæ form og upp á hliðarnar, ég gata alltaf með gaffli botninn áður en ég set hann inn í ofninn og forbaka hann. Botninn er forbakaður í 12-14 mín.

Fylling
3 egg
2/3 dl rjómi
Salt og pipar
Múskatt
50 g rifinn ostur
Þetta er blandað sem fer alltaf óháð hvaða hráefni er með.

Hægt að hafa papriku, lauk, sveppi og einherja kjötafganga, einnig drýgi ég þetta stundum með smá soðnu byggi eða grjónum.

Á myndinni er ég með hjartaböku.
Ég prófaði að kaupa hjörtu til að nota í þessa böku.
Ég snyrti alla fitu af hjörtunum og skar í lita teninga, steikti teningana við háan hita í nokkrar mínútu, kryddaði með salti, pipar og þurkuðum kryddjurtum, rósmarín, steinselja og smá basilika. Gott að nota í raun hvað sem er og það sem er í uppáhaldi. Eftir að hafa steikt vel þá bætti ég vatni í pottinn og sauð hjörtun í 1 klst. Má vera lengur.
Því næst setti ég hjörtun ásamt steiktum lauk, sveppum, gulrætum og brokkkolí í bökuna, hellti ssvo blöndunni yfir og bakaði í 30 mín eða þar til osturinn var orðinn fallegur á litinn. Þessi baka var mjög góð, hjörtun komu einstaklega vel út. Þess virði að kaupa hjörtu og nota í þessa böku.

Meðlæti gott salat og góð köld sósa.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s