Frönsk lauksúpa


IMG_1540-1

Hitunartími 1 klst. Fyrir 6 manns.
50 gr. smjör
75 g. laukur þunnt sneiddur
2 hvítlauksrif fínsöxuð
45 g. hveiti
2 lítra nauta- eða kjúklingasoð
250 ml. hvítvín
1 lárviðarlauf
2 greinar timjna
12 sneiðar dagsgamalt baquette (hvítt snittubrauð)
100 g. fínrifinn parmesan ostur

Bræðið smjör í þykkbotna potti og setjið laukinn saman við. Steikið við lágan hita í 25 mín. Eða þarf til laukurinn hefur mýkst og fengið djúpan, gullin lit. Hrærið í á meðan.

Bætið hvítlauk saman við og hrærið stöðugt í, í  2 mín. Hellið soði og víni hægt saman við, hrærið og hitið að suðu. Bætið í lárviðarlaufi og timjan, ásamt salti og pipar. Setjið lok á pottinn og mallið í 25 mín. Fjarlægið kryddjurtirnar og smakkið. Kveikið á grillinu í ofninum.

Ristið brauðsneiðarnar og skiptið þeim á 6 hitaða súpudiska. Ausið súpunni í skálarnar og stráið ostinum yfir. Best er að setja skálarnar á ofnplötu eða í ofnskúffuna inn i ofn þangað til osturinn hefur bráðnað.

Himneskt að hafa nýbakað brauð eða brauðbollur með súpunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s