Plokkfiskur


plokkari_2

plokkari_1

 

Í gær ákváðum við að hafa plokkfisk, áttum þorsk, kartöflur og lauk, þannig að þetta var auðvelt.

Uppskriftin sem við notuðum fengum við hjá tengdó fyrir mörgum árum en hvar hún fékk hana veit ég ekki.

 

Hráefni:
400-500 g af fiski, þorski eða ýsu
400-500 g kartöflur
1 laukur
Smjör eða smjörlíki
2-3 msk hveiti
Mjólk
Pipar (hvítur )
Salt
Karrý

 

Aðferð: Byrjuðum á því að sjóða kartöflurnar.  Skárum fiskinn í bita og settum í kalt vatn, létum suðuna koma upp og slökktum þá undir og létum fiskinn liggja í vatninu.

Við flysjuðum kartöflurnar og skárum í bita. Skárum laukinn smátt og settum út í bráðið smjörlíkið en það má líka nota smjör.  Ekki brúna laukinn, bara mýkja hann, settum karrý út í pottin og létum þetta malla smá stund, þá settum við hveitið út í pottinn og hrærðum vel.

Við lækkuðum hitann og helltum mjólkinni út í pottinn og hrærðum vel, þannig að úr var góður jafningur.  Við krydduðum með salti og pipar, auk þess settum við hálfan tening af fiskikrafti.  Þetta létum við malla á lágum hita en pössuðum að hræra vel í, svo sósan brenni síður við.  Settum síðan fiskinn út í en vorum búin að stappa hann dálítið með gaffli, að síðustu settum við kartöflurnar út í pottinn og létum þetta allt hitan vel.

Með þessu var auðvitað íslenskt rúgbrauð og smjör.

Algjört sælgæti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s