Sænskar kjötbollur.


Sænskar kjötbollur

Við ákváðum að hafa sænskar kjötbollur eitt kvöldið, höfum oft farið í IKEA og keypt okkur poka og síðan útbúið heima, með kartöflustöppu, sósu , sultu og rauðkáli en ákváðum núna að búa bollurnar til frá grunni og ekki urðum við fyrir vonbrigðum, þetta urðu mjög góðar bollur, sænskar kjötbollur.

Uppskrift:

½ kg nautahakk
½ kg grísahakk
1 laukur, saxaður smátt
3 hvítlauksrif saxað smátt
2 egg
¾ bolli brauðraspur
2-3 matskeiðar smjör
2 matskeiðar mjólk
¼ tsk. múskat
¼ tsk. hvítur pipar
salt og svartur pipar
Sósan:
2-3 msk. smjör
¼ bolli hveiti
4 bollar sterkt soð, við settum nautakraft og kjúklingakraft í sósuna
½ bolli sýrður rjómi
salt og svartur pipar
sveppir

Við byrjuðum á því að saxa laukinn og svissa hann á pönnu, í smjöri, í nokkrar mínútur, ekki brúna hann heldur að hann verði glær, síðan settum við saxaðan hvítlaukinn út á pönnuna og létum hann mýkjast. Þegar laukurinn er tilbúinn, þá settum við mjólkina út á pönnuna og hrærðum henni saman við laukinn, þannig að úr varð mauk.
Tókum laukinn af pönnunni og settum til hliðar.
Því næst settum við hakkið í skál og öll hráefnin með, einnig laukinn. Þetta hrærðum við saman með höndunum, þar til öllu var vel blandað saman.

kjötbollur, sænskar kjörbollur,

Hráefni í þær sænsku

Létum hakkið vera í skálinni, á meðan við steiktum niðursneidda sveppina, í smjöri, á sömu pönnu og við höfum steikt laukinn á og pössuðum okkar á því að vera ekki að þrífa pönnuna á milli, þannig að það kom smá lauk keimur í sveppina og smjörið.

Á meðan sveppirnir voru að steikjast þá voru bollurnar búnar til og þá er gott að fá hjálp frá litla og stóra fólkinu á heimilinu, sem finnst alltaf skemmtilegt að koma og hjálpa við matargerð og það er eitthvað við það að móta bollur í höndunum, ekki bara nota ísskeið eða matskeið, heldur velta hráefninu á milli handanna, ákveða stærðina og rúlla þessu síðan í bollur og setja til hliðar.
Jæja, þegar sveppirnir voru tilbúnir, þá tókum við þá og settum til hliðar og byrjuðum á því að steikja bollurnar, létum þær steikjast vel í smjöri á öllum hliðum og um að gera að fylla ekki pönnuna, heldur taka tíma og setja þær bollur sem búið er að steikja til hliðar og halda síðan áfram þar til allar eru búnar en við fengum um 40 bollur út úr þessari uppskrift.

sænskar kjötbollur, bollur

Bollurnar tilbúnar til steikingar

Þegar við vorum búin að steikja allar bollurnar, þá settum við smjörklípu á pönnuna og létum það bráðna, þá sáldruðum við hveiti yfir og hrærðum saman við smjörið, útbjuggum smjörbollu. Við settum soðið, sem við vorum búin að útbúa, með því að setja kjötkraft út í vatn og sjóða í potti, rólega út á pönnuna og hrærðum  vel saman við smjörbolluna og pössum okkur á því að hræra/skafa vel upp skófirnar af pönnunni.  Þegar við höfðum náð passlegri þykkt á sósuna, þá settum við  sýrða rjómanum út í sósuna og hrærðum vel, bragðbættum með salti og pipar og létum sjóða um stund en við verðum að hræra vel í svo sósan brenni ekki við. Settum sveppina út og soðið af þeim og því næst allar bollurnar, létum sjóða í nokkrar mínútur, þar til bollurnar voru eldaðar í gegn.

sænskar kjötbollur,

Verði ykkur að góðu

Með þessum eðalbollum, bárum við fram kartöflustöppur úr íslenskum kartöflum, okkur finnst best að gera stöppuna úr gullauga, fáum besta bragðið að okkar mati.
Rauðkál og góð sulta með.  Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s