Stir-fry með brokkolí og kjöti.


stirfry-brokkoli

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stir fry réttur með brokkolí og kjöti.
Ég er roslega hrifin af asískum mat eins og reyndar öllum mat. Þessi réttur er í miklu uppáhaldi á heimilinu. Hann er einstaklega auðveldur í framkvæmd og bragðið er dásamlegt. Ég giska á að það taki rétt um 30 mínútur að græja þennan rétt. Endilega prófið og njótið vel.
Einnig er hægt að bæta við sveppum, nota kjúkling eða svínakjöt.
Þessi réttur fyrir 4.

Hráefni
3 tsk. af maíssterkju
½ tsk. hvítlauksduft
1 ½ dl. Vatn + meir
1 tsk. vatn
1 kg. Beinlaus steik, ég notaði folaldasteik, skerið í fína strimla
2 msk. olía
1 brokkolí haus
1 laukur, skorinn til helmina og svo í sneiðar
1 dl. soyasósa
2 tsk. púðusykur
1 tsk. mulið engifer eða ferskt engifer
Soðin hrísgrjón

Aðferð
Setjið í skál 2 tsk af maíssterkju, 2 tsk af vatni og ½ tsk hvítlausduft. Hrærið saman. Þetta verður að þykkri blöndu. Setjið til hliðar.
Setjið olíu á pönnu á meðal hita. Steikið kjötið á pönnunni og setjið til hliðar í skál, gott er að setja álpappír yfir skálina til að halda hita á kjötinu.
Steikið brokkolí og lauk saman í olíu í c.a. 4-5 mínútur.
Setjið kjötið út á pönnuna.
Blandið í skál púðursykur, soyjasósu, engifer og blönduna af maíssterkjunni ásamt vatninu. Hrærið/ prískið þetta saman. Hellið þessu yfir pönnuna. Látið malla í 5 mín. Og munið að hræra í réttinum. Berið fram með soðnum hrísgrjónum.

Verði ykkur að góðu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s