Ömmu Kollu snúðar.


Hér er uppskrift að snúðum sem amma Kolla bakar oft og alltaf eru þeir jafn góðir.

Kollusnúðar

Ömmu Kollu-snúðar

1 kg hveiti
200 g smjör
250 g sykur
3 tsk lyftiduft
1 tsk hjartasalt
2 egg
1/2 tsk kardimommudropar
Súrmjolk eftir þörfum

Smörið er mulið saman við þurrefnin, siðan er eggjunum, dropunum og súrmjólkinni ( litið í fyrstu og svo meira bætt við eftir þörfum) og allt hnoðað saman þangað til þetta er allt samfellt.
Eftir að búið er að hnoða deigið, er það látið standa i 20 mínútur.
Þá er það hnoðað upp aftur og því skipt í 3 parta sem eru flattir út hver í sínu lagi og eggjablanda ( eggjarauða + mjólk) sett yfir, kanilsykri svo stráð yfir og að lokum vafið upp í rúllu og skorið niður í hæfilega bita.

Snúðarnir eru  settir á bökunarplötu og bakaðir í 150°c heitum ofni, þar til þeir verða fallega ljósbrúnir

Kanilsnúðar

Kanilsnúðar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s