Laugardagskaka


Laugardagskaka

 

Laugardagskaka.

Fundum uppskrift af þessari köku í pappírum sem við vorum að fara í gegnum, við eigum það til að skrifa hjá okkur uppskriftir á blaðsnepla og stinga þeim svo einhversstaðar.  Þar sem ekkert heiti var á kökunni ákváðum við að nefna hana laugardagsköku þar sem það er laugardagur í dag.

1

 

 

 

150 gr.  smjör við stofuhita

280 gr.  púðursykur

2 egg

2 dl.  mjólk

290 gr.  hveiti

4 tsk.  lyftiduft

2 tsk.  kanill

1 msk.  kakó, það má vera kúfur á henni.

Krem

4 msk.  smjör, brætt

3 msk.  sterkt kaffi

3-4 möndludropar

500 gr. flórsykur

2 msk.  kakó

2 msk.  mjólk

Byrjum á því að kveikja á ofninum og stilla  hann á 180°c .

Setjum smjörið og púðursykurinn í hrærivélaskál og hrærum vel saman, þar til þetta er vel blandað saman.  Þá setjum við eggin í skálin, eitt í einu og hrærum vel.

Setjum mjólkina rólega út í og hrærum vel.

Blöndum þurrefnum saman og hrærum því svo varlega út í blönduna í skálinni.

Þegar við erum búin að blanda þessu öllu vel saman, þá setjum við það í jólakökuform, ca 2 l.  Ef við notum venjulegt form, þá smyrjum við það en við notuðum silicon form þannig að við þurftum ekki að smyrja það.

Kakan er bökuð í 50-55 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn út.

Tökum kökuna þá út úr ofninum og látum hana kólna á grind.

Þegar hún er orðin köld þá skiptum við henni í þrennt.  Við notuðum mjög þægilegt áhald frá IKEA og með því gátum við stillt þykktina á hverju lagi.

IKEA skurðartæki,

Kakan skorin með IKEA skurðartæki

Þegar við útbjuggum kremið, þá byrjuðum við á því að bræða smjörið, helltum því í skál, síðan kaffinu og reyndum síðan að mæla 3-4 dropa af möndludropum.  Hrærðum þessu saman.

Settum flórsykurinn og kakóið í skál og blönduðum vel saman.  Settum smjörblönduna út í og hræðrum saman.  Kremið var svolítið þykkt, þannig að við settum aðeins meira af smöri og mjólk út í, til að gera kremið mjúkt og þægilegt væri að smyrja því á kökuna.

Settum krem á botnana og síðan smurðum við kökuna allan hringinn með því.

Það má dusta flórsykur yfir kökuna ef fólk vill skreyta hana aðeins.

Gott er að setja hana inn í ísskáp og kæla hana vel áður en hún er sett á borðið.

súkkulaðikaka, kryddkaka,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s