Ofnbakað grænmeti passar vel með flest öllum mat. Það er einfalt og afar gott meðlæti.
Grænmetið sem við notuðum voru gulrætur, laukur, sætar kartöflur, nípur, selleryrót, sveppir og rauð paprika.
Við krydduðum þetta með salti og pipar, Rosmarin, Salvíu, Fafnisgrasi og Hvitlaukspipar.
Helltum olíu yfir og veltum grænmetinu upp úr kryddinu og olíunni. Settum allt grænmetið í eldfast mót, settum smá smjörklípu ofan á og inn í ofn í um 50 mínútur, hrærðum 2-3 í blöndunni yfir steikingartímann.