Þessi kartöflumús hefur heldur betur slegið í gegn á mínu heimili. Við eldum þessa uppskrift aðeins á jólum og páskum og er eftirvæntingin alltaf jafn mikil. Ég vona að þið verðið jafn hrifin af þessari eins og mín fjölskylda er.
Jólakartöflumús með hjúp
1 kg sætar kartöflur
3 egg
¼ bolli (ca 60 gr) smjör
1/3 bolli sykur
1 tsk vanilludropar
¼ tsk salt
1 tsk kanill
Þegar búið er að sjóða kartöflurnar eru þær maukaðar og öllu hrært saman og sett í milli stærð af eldföstu móti
Hjúpur
3 tsk hveiti
¼ bolli smjör
½ bolli púðursykur
½ bolli pecanhnetur
Þetta hrærist allt saman og fer ofan á kartöflumaukið.
Bakast við 180°C í 30-45 mínútur.