Hægeldaður kjúklingur með rósmarin og sítrónum.


lime-kjulli2a
lime-kjulli1

lime-kjulli3

Mér finnst hægeldaður matur ofasalega góður og það er líka eitthvað svo notalegt að elda mat með þessari aðferð. Eftir góða útiveru með Emil Nóa í dag við að skoða náttúruna og hraunið í sínum fallegum litum. Ákvað ég að hægelda matinn í kvöld. Kjúklingur varð fyrir valinu. Mér finnst svo frábært hvað það er hægt að matreiða kjúkling á marga vegu. Ég er viss um að það séu til mörg þúsund uppskrifta og aðferða við eldun á kjúkling. Bragðið sem er af þessum er svona blanda af smá sæt súru í bland við karamellaðan hvítlauk.

Hráefni
Kjúklingur
2 sítrónur
4 kvistar rósmarín úr glugganum hjá mér
2 heilir hvítlaukar
Smjör
Salt, svartur pipar, sítrónu pipar og Season salt frá Heima.

Meðlæti
1 sæt kartafla, soðinn í kartöflumús
Salt, pipar, smjör og raspað múskatt

Tómat, gúrku salat
½ gúra
2 tómatar, fínt saxaðir
Hvítlauks geiri og gróft salt

Skerið sítrónuna í sneiðar og hvítlaukinn til helminga. Leggið það í botninn á steikarapottinum ásamt rósmarín, setjið kjúklinginn þar ofan á, kryddið með kryddi og raðið sítrónusneiðum ofan á kjúklinginn. Setjið lokið á pottinn og eldið inni í ofni á 160 gráðum í 3 klst. Þegar 1 klst er eftir, takið þá pottinn út o g setjð smá vatn í botninn á pottinum, ca 1 dl. Setjið aftur inn í ofn. Þegar 30 mín eru eftir takið þá lokið af og eldið kjúklinginn þannig. Takið kjúklinginn úr pottinum og setjið upp á fat. Hellið soðinu yfir í skál og notið með sem sósu. Soðið var dásamlegt á bragðið, það var svo sterkt og gott, maður þurfti bara smá af því yfir kjötið.
Meðlætið hjá mér var sæt kartöflumús og tómat, gúrku salat.

Sætkartöfumús.
Skrælið kartöflurnar, skerið í bita og sjóðið. Þegar kartöflurnar eru orðnar soðnar, hellið þá vatninu af og lækkið hitann undir pottinum. Setjið góða klípu af smjöri út í pottinn og  stappið/maukið vel. Kryddið með salti og pipar. Gott er að raspa múskat út í eða kremja 1-2 hvítlauksgeira saman við.

Tómat og gúrkusalat.
½ gúrka, 1-2 tómatar, 1 hvítlauksgeiri. Allt skorið smátt niður. Kryddið með grófu salti og smá pipar hellið smá dassi af góðri olíu yfir. Gott er að gera þetta aðeins fyrir mat og láta það taka sig. Stundum sem ég við þetta rauðlauk og það er alltaf gott að skera ferskan mozaarella niður og blanda við.

lime-kjulli5

lime-kjulli4

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s