Créme brulée


  • 250 ml mjólk
  • 250 ml rjómi
  • 1 vanillustöng
  • 100 g sykur
  • 4 eggjarauður

Hitið ofninn í 150 gráður og setjið vatn í ofnskúffuna. Sjóðið vanillustöngina í mjólkinni og rjómanum ásamt helmingnum af sykrinum og kælið síðan blönduna aðeins. Þeytið eggjarauðurnar létt með restinni af sykrinum. Veiðið vanillustöngina upp úr rjómablöndunni og blandið henni varlega saman við eggin. Setjið blönduna í lítil eldföst mót, raðið þeim í ofnskúffuna og bakið þar til búðingurinn er orðinn stífur. Kælið búðinginn vel í formunum, stráið sykri yfir og bræðið undir grilli eða með gasbrennara.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s