Mér finnast marengskökur afar góðar. Maðurinn minn hefur alfarið séð um að baka þá tegund á heimilinu okkar. Enda gerir hann þær kökur einstaklega vel. Ég átti 4 eggjahvítur í ísskáp sem mig langaði ekki að láta fara til spillis. Ákvað ég því að prófa af baka Pavlou, mér finnst einhverja hluta vegna Pavloa vera meira spari en marengskaka. Pavloan er dásamlega góð, stökk að utan og mjúk að inna.
Þar sem mig hefur langað í ís síðustu kvöld og með góðri karamellusósu ákvað ég að búa til karamellusósu ofan á Pavlouna. Ég hlakka til að borða þennan eftirrétt í kvöld.
Hráefni
Botninn
4 eggjahvítur
200 g sykur
1 tsk borðedik
½ tsk kartöflumjöl
Vanillurjómi
2,5 dl rjómi
1,5 tsk sykur
½ tsk vanilludropar, vanillusykur
Karamellusósa
1 dl rjómi
0,5 dl sykur
0,5 dl ljóst sýróp
50 gr. smjör
Ávextir til skrauts.
Aðferð:
Stífþeytið eggjahvíturnar. Bætið sykrinum saman við í smáum skömmtum og stífþeytið aftur. Blandið ediki og kartöflumjöli varlega saman við með sleif.
Setjið bökunarpappír á plötu og teiknið hring sem er 20 sm að þvermáli. Dreyfið úr eggjahvítunum með sleif.
Bakist í 1 klst og 15 mín. Við 130 gráður.
Þeytið rjómann og bætið vanillunni við.
Smyrjið karamellunni á botninn, rjóminn settur ofan á, því næst ávextirnir og karamella sett yfir til skrautst.
Karamellusósa
Setjið í pott 25 gr af smjöri, allan sykurinn og sýróp. Hrærið vel og látið suðu koma varlega upp. Látið malla í potti í ca 7 mín og hrærið reglulega í pottinum. Þegar karmellan er farin að dökkna, takið þá af hellunni og bætið restinni af smjörinu út í og hrærið. Kælið aðeins áður en hún er sett ofan á pavlouna.
Þessi sósa er einnig himnesk með ís.
Njótið vel, allavega ætla ég að gera það