Steiktar kjúklingabringur með hvítlauksspínati.


  • 4 kjúklingabringur
  • safi úr 2 sítrónum
  • salt og pipar
  • handfylli af fínt saxaðri steinselju
  • 500 g ferskt spínat
  • ólífuolía
  • 8 hvítlauksrif

Berjið kjúklingabringurnar á milli tveggja laga af plastfilmu þar til þær verða flatar.  Hellið sítrónusafanum yfir þær og kryddið með salti, pipar og steinselju.  Steikið bringurnar við háan hita á grillpönnu eða venjulegri pönnu.

Skolið spínatið.  Sjóðið það í 10-15 sekúndur, takið það þá upp úr vatninu og kreistið það svo vatnið renni vel frá því.  Hitið ólífuolíu á pönnu og látið heil hvítlauksrifin út í.  Hitið þar til hvítlaukurinn hefur mýkst.  Gætið þess að hann brúnist ekki, því þá gæti hann orðið rammur á bragðið.  Bætið spínatinu út í og hitið örstutt.  Kyrddið með salti og pipar eftir smekk.

Setjið hvítlauksspínatið á disk, leggið bringurnar ofan á og sítrónusneið/bát þar ofan á.  Berið fram strax.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s